Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22.12.2022, með athugasemdafresti til og með 02.02.2022. Ein athugasemd auk sjö umsagna lögbundinna umsagnaraðila bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemd. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum sbr. "Minnisblað-umsagnir og athugasemdir" dags. 16.03.2022. Megin breyting tillögunnar eftir auglýsingu er að deiliskipulagssvæðið er minnkað um c.a. 4 ha., en gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda íbðúða. Samhliða breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbakka er gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 til samræmingar á deiliskipulagsmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.