Deiliskipulagsbreyting
Bjargslundur 17
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 90
16. mars, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulagas- og byggingarnefndar 9.03.2022: Batteríið Arkitektar leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka, Árborg. Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008. Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa- og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi að vestan og frá Laugardælavegi að austan. Svæðið er að mestu flatlent en hallar lítillega til norðurs í átt að Ölfusá. Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 20 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð með tveimur megin aðkomuleiðum inn á svæðið. Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum. Í breyttu skipulagi er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að um 20% íbúðanna verða í sérbýli, og um 80% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum.
Svar

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22.12.2022, með athugasemdafresti til og með 02.02.2022. Ein athugasemd auk sjö umsagna lögbundinna umsagnaraðila bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemd. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum sbr. "Minnisblað-umsagnir og athugasemdir" dags. 16.03.2022. Megin breyting tillögunnar eftir auglýsingu er að deiliskipulagssvæðið er minnkað um c.a. 4 ha., en gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda íbðúða. Samhliða breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbakka er gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 til samræmingar á deiliskipulagsmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.