Viðræður um fjárhagsstöðu UMF. Selfoss, handknattleiksdeildar - Covid19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 135
13. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráð vísaði erindinu til frekari umræðu á næsta fundi bæjarráðs og fól bæjarstjóra að vinna að málinu áfram í samráði við stjórn UMF Selfoss.
Svar

Bæjarráð samþykkir viðspyrnustyrk vegna Covid-19 til handknattleiksdeildar Umf. Selfoss með miðakaupum á þá leiki þar sem þátttaka áhorfenda skerðist vegna Covid-19 fram til vors 2022. Þessi miðakaup samsvari 285 miðum á hvern heimaleik frá ársbyrjun og til loka tímabils í Grill-66 deild kvenna og Olís deild karla.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2022 vegna þessara ráðstafana.