Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í húsnæðissjálfseignarstofnun sem hefur það markmið að stuðla að uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á Suðurlandi.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.