Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - Sýnataka vegna Covid19 í Krónunni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 134
20. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista vegna sýnatöku Covid19 í kjallara Krónunnar.
Svar

Bæjarráð mælist til þess við Heilbrigðisstofnun Suðurlands að leita allra leiða til að breyta fyrirkomulagi sýnatöku þannig að ekki skapist sú örtröð í Þóristúni og á Eyrarvegi sem verið hefur að undanförnu og veldur umferð og íbúum talsverðum óþægindum. Bæjarráð telur ljóst að sýnatökustaðurinn í Krónunni anni ekki öllu því álagi sem þangað er beint.