Byggðakvóti fiskveiðiársins 2021-2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 138
3. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 27. janúar, þar sem óskað var eftir rökstuðningi vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárinu 2021/2022.
Svar

Sveitarfélagið Árborg hefur það að markmiði að úthlutaður byggðakvóti nýtist til
vinnslu í sveitarfélaginu. Jafnframt vill sveitarfélagið auðvelda útgerðum að koma
aflanum til vinnslu í sveitarfélaginu með því að heimila vinnslu hans ekki aðeins í
þeirri byggð sem byggðakvótinn er tileinkaður, heldur einnig öðrum byggðum
innan sveitarfélagsins.
Vinnslur hafa verið á Stokkseyri og Eyrarbakka og flestar mjög smáar. Ekki hefur
verið um að ræða vinnslu á Selfossi undanfarin ár. Ef ekki mætti t.d. vinna afla
Eyrbekkinga úr byggðakvóta á Stokkseyri þá væri útgerðarmönnum oft og tíðum
mun erfiðara að koma afla til vinnslu en nú er. Byggðalögin eru náin frá fornu fari
og eiga langa sögu sem sjávarþorp með útgerð.
Útgerðarmenn hafa þrýst á bæjaryfirvöld um að fá heimildir til að landa afla til
vinnslu í gegnum fiskmarkað, án kvaðar um vinnslu hans í Sveitarfélaginu Árborg.
Fiskverkendur hafa hinsvegar gagnstæð sjónarmið og telja í einhverjum tilfellum
að byggðakvótinn sé forsenda fyrir uppbyggingu vinnslunnar sem nú standi yfir.
Það er mat bæjarráðs Árborgar að nauðsynlegt sé að heimila löndun afla úr
byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélags, en ekki aðeins umræddrar byggðar, til
þess að minni hætta sé á að byggðakvótinn falli niður vegna vannýtingar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.