Það er fagnaðarefni að Skáksamband Íslands skuli velja Íslandsmótinu stað á Selfossi og undirstrikar þann árangur sem hér hefur náðst í eflingu skákstarfs í sveitarfélaginu og þakka má öflugu starfi Skákfélags Selfoss og nágrennis. Bæjarráð samþykkir að styðja Skáksamband Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis þannig að halda megi Íslandsmótið í skák í sveitarfélaginu í byrjun maí. Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð krónur 500.000. Skáksambandið og SSON sjá um umgjörð mótsins.
Bæjarráð leggur til að Bæjarstjórn samþykki viðauka vegna málsins.