Íslandsmótið í skák í Árborg 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 135
13. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá Skáksambandi Íslands, dags. 10. janúar, þar sem óskað var eftir stuðningi frá sveitarfélaginu við að halda Íslandsmótið í skák í Árborg árið 2022.
Svar

Það er fagnaðarefni að Skáksamband Íslands skuli velja Íslandsmótinu stað á Selfossi og undirstrikar þann árangur sem hér hefur náðst í eflingu skákstarfs í sveitarfélaginu og þakka má öflugu starfi Skákfélags Selfoss og nágrennis. Bæjarráð samþykkir að styðja Skáksamband Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis þannig að halda megi Íslandsmótið í skák í sveitarfélaginu í byrjun maí. Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð krónur 500.000. Skáksambandið og SSON sjá um umgjörð mótsins.
Bæjarráð leggur til að Bæjarstjórn samþykki viðauka vegna málsins.