Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 137
27. janúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 30. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 17. janúar, liður 4. Starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri
Lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Stokkseyri.
Nefndin lagði til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt og starfshópurinn skili af sér þarfagreiningunni í maí 2022.
Svar

Bæjarráð samþykkir að starfshópurinn verði stofnaður og að fulltrúar í honum verði Bragi Bjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi, og Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður sundlauga. Þá óskar bæjarráð eftir því að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri tilnefni fulltrúa og einnig tilnefni fulltrúa Ungmennafélag Stokkseyrar. Jafnframt skipi hópinn bæjarfulltrúarnir Brynhildur Jónsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson.