Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sveitarfélaga á landsbyggð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 44
16. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 138. fundi bæjarráðs frá 3. febrúar sl. liður 6. Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sveitarfélaga á landsbyggð
Guðjón Bragason, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur lýst yfir vilja Sambandsins til þess að málið verði unnið hratt. Eðlilegt næsta skref sé að fundargerð umræðufundar um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð, haldinn 26. janúar sl., ásamt drögum að samþykktum og öðrum nauðsynlegum kynningargögnum verði send til sveitarfélaga sem áhuga hafa á þátttöku. Verði þau beðin um að staðfesta áhuga á þátttöku í stofnfundi Hses., sem haldinn verður eins fljótt og verða má.
Fram koma á umræðufundinum að það gæti verið nauðsynlegt að sveitarfélögin eða Hses. í eigu þeirra sæki sjálf um stofnframlög fyrir þetta ár, frekar en að ganga út frá því að nýtt Hses. sæki um framlögin.
Bæjarráð vísaði erindinu til frekari umfjöllunar í bæjarstjórn.
Svar

Forseti fylgir málinu úr hlaði.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Lagt er til að sveitarfélagið taki ekki þátt í stofnfundi Hses.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.