Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fatlaðra
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 32. fundi félagsmálanefndar frá 19. apríl sl., liður 2. Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fatlaðra
Endurskoðun reglna um akstursþjónustu fyrir fatlaða í Sveitarfélaginu Árborg.
Félagsmálanefnd samþykkti endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu með breytingum á að ekki verði innheimt gjald fyrir börn, og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls

Forseti leggur fram þá breytingartillögu að 8. grein verði færð til samræmis við það sem gildir hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og verði þá svohljóðandi:
Fargjöld notenda fyrir akstursþjónustu, þ.e. fyrir fasta ferð, tilfallandi ferð og aðra farþega, taka mið af hálfu almennu fargjaldi Strætó bs. hverju sinni. Ef ferð er ekki afbókuð með sólarhringsfyrirvara er sveitarfélaginu heimilt að innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá af notanda.

Breytingartillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Þá eru reglur um akstursþjónustu fyrir fatlaða með samþykktum breytingum bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.