Ráðning húsnæðisfulltrúa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 44
16. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá fundi stjórnar Leigubústaða Árborgar ses frá 27. janúar sl. liður 3. Ráðning húsnæðisfulltrúa
Stjórn Leigubústaða Árborgar lagði til við bæjarstjórn Svf. Árborgar að stofnaður yrði starfshópur til að fara yfir skyldur sveitarfélagsins samkvæmt þeim lögum sem við eiga, m.a. 14. gr. laga nr. 44/1998. Í slíkum starfshópi yrði skoðað hvernig málum skyldi háttað og m.a. metið tilefni til ráðningar húsnæðisfulltrúa.
Svar

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 9 atkvæðum að stofna starfshóp til að fara yfir skyldur sveitarfélagsins samkvæmt þeim lögum sem við eiga, m.a. 14. gr. laga nr. 44/1998. Í slíkum starfshópi verði skoðað hvernig málum skyldi háttað og m.a. metið tilefni til ráðningar húsnæðisfulltrúa. Í starfshópnum verði Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista.