Gatnagerð - Sunnuvegur 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 145
12. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. apríl, liður 4. Gatnagerð - Sunnuvegur 2022 Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskaði eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 25.3.2022, ásamt fylgigögnum. Framkvæmdin tekur til endurgerðar götunnar Sunnuvegar á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Selfossveitur bs. Og að lokum malbikun götu ásamt yfirborðsfrágangi gangstétta/gönguleiða. Helstu magntölur eru: gröftur 4800m3, styrktarlag/fylling 4800m3, malbik 2080m3, fráveitulagnir 588 l/m, vatnsveitulagnir 297 l/m , hitaveitulagnir 316 l/m og ljósastaurar 7 stk. Útboðs- og verkýsing ásamt teiknihefti unnið af Eflu verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir og lagði til við bæjarráð Árborgar, að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2021.
Mælst var til að framkvæmdin yrði kynnt sérstaklega íbúum og eigendum fasteigna við Sunnuveg, með góðum fyrirvara áður en framkvæmdir hæfist.
Svar

Bæjarráð samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð við Sunnuveg. Tryggt verði að kynnt verði sérstaklega íbúum og eigendum fasteigna við Sunnuveg, með góðum fyrirvara áður en framkvæmdir hæfist.