Deiliskipulagstillaga - Frístundamiðstöð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 87
9. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Íþrótta- og útivistarsvæðis á Selfossi sem samþykkt var 15. Janúar 2003. Síðan hafa verið gerðar fjórar breytingar, síðast samþykkt 20.nóvember 2019 og tók gildi 19. nóvember 2020 við birtingu auglýsingar í B deild Stjórnartíðinda. Sveitarfélagið Árborg fyrirhugar að reisa frístundarmiðstöð fyrir frístundarstarf á Selfossi. Grunnhugmyndin er að búa til aðstöðu og umhverfi til að bæta frístundaþjónustu við íbúa og bjóða upp á enn fjölbreyttari möguleika en standa nú til boða. Með byggingu frístundarmiðstöðvar verður til aðstaða fyrir frístundarstarf án aðgreiningar, þar sem mismunandi hópar barna og fullorðinna koma saman og veita hvort öðru stuðning og fræðslu. Markmið tillögunnar er að styrkja enn frekar Íþrótta- og útivistarsvæði Selfoss með tilkomu Frístundamiðstöðvar. Slík starfsemi mun glæða svæðið meira lífi og vera virkur þátttakandi íþróttalífsins á svæðinu. Helstu breytingar fela í sér eftirfarandi: · Nýjum byggingareit er bætt við inn á deiliskipulagssvæðið fyrir byggingu Frístundamiðstöðvar · Byggingareitur fyrir sorpgeymslu bætt við (leiðbeinandi staðsetning). · Byggingareitur fjölnota íþróttahúss felldur út. · Nýbyggt fjölnota íþróttahús bætt við á uppdrátt. · Byggingareitur bílageymslu er felldur út. · Bílastæðum ásamt aðkomutorgi með aðkomu frá Langholti, komið fyrir í grennd við nýjan byggingareit. · Bætt við þremur rútustæðum við Langholt. · Göngustígakerfi uppfært. Tilgangur breytinga á deiliskipulaginu er að koma fyrir byggingareit undir byggingu nýrrar Frístundamiðstöðvar, ásamt því að gera grein fyrir aðkomu. Aðrir skilmálar eru óbreyttir.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.