Fyrirspurn um breytingu á lóð - Byggarhorn 50
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 87
9. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
María Guðrún Arnardóttir f.h. lóðareiganda leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, hvort heimild fáist til að skipta landspildunni Byggðarhorn Búgarður 50, upp í tvær lóðir. Í Gildandi deiliskipulagi er umrædd lóð skilgreind 6,7ha að stærð, og heimilt að byggja á henni tvö einbýlishús allt að 400m2 hvort auk útihúss og vélageymslu allt að 1200m2. Með skiptingu lóðar verði ef leyfi fæst, heimilt að byggja eitt íbúðarhús á hvorri lóð allt að 400m2 og útihús auk vélageymslu allt að 600m2.
Svar

Nú þegar stendur yfir vinna við skoðun á fjölgun lóða á umræddu svæði. Niðurstaða liggur ekki fyrir og er því afgreiðslu fyrirspurnar frestað.