Umsókn um stækkun á lóð
Álftarimi 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 92
6. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Haukur Harðarson íbúi við Álftarima 4, á Selfossi, lagði fram í tölvupósti dags. 1.2.2022, með skýringarmyndum, ósk um að fá leyfi til að stækka lóðina til suðurs um ca 6-7 metra. Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi sínum 9.2.2022 að leita skyldi eftir áliti mannvirkja- og umhverfissviðs á umsókn um stækkun lóðar. Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Þar kemur fram, að ekki sé lagst gegn stækkun lóðar til suðurs en þá aðeins sem nemi helmings græns svæðis sem þar er fyrir. Stækkun verði þá um 5 metra frá núverandi lóðarmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á fundi sínum 9.3.2022 að tillagan yrði grenndarkynnt í samræmi við umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs um stækkun til suðurs um 5m. Tillagan hefur verið grenndarkynnt fyrir eigendum fasteigna Álftarima 6, 8, 10, 12 og 14, og var veittur frestur til og með 5. apríl 2022 til að gera athugasemdir.
Svar

Engar athugasemdir bárust á tímabili grenndarkynningar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðarhafi að Álftarima 4, fá heimild til að stækka lóðina til suðurs um 5 metra frá núverandi lóðarmörkum. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gerð nýs lóðarblaðs ásamt nýjum lóðarleigusamningi.

800 Selfoss
Landnúmer: 161801 → skrá.is
Hnitnúmer: 10057805