Fyrirspurn
Fyrir fundinum liggur bréf frá Ívar Pálssyni hrl. f.h. Gesthús Selfossi ehf, þar sem Ívar f.h. skjólstæðings síns, gerir athugasemdir vegna tillagna í endurskoðuðu Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem nú er hjá Skipulagsstofnun til athugunar, að til standi að færa tjaldstæðin á Selfossi vestur fyrir Ölfusá. Gerð er athugasemd við að forsvarsmönnum Gesthús Selfoss ehf, hafi ekki verið kynnt efni tillögunnar varðandi þann hluta aðalskipulagstillögunnar og er þessu mótmælt með afgerandi hætti. Óskað er eftir fundi með forsvarsmönnum sveitarfélagsins til að fara yfir þetta tiltekna efni tillögunnar.