Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigtún 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 88
23. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi byggingarfulltrúa dags.16.2.2022: Þórey Edda Elísdóttir hönnuður hjá Verkís, leggur fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna viðbyggingar á mannvirkinu Sigtún 1. Núverandi bygging að Sigtúni 1 á Selfossi er nýtt sem leikhús. Nú stendur til að endurnýja og stækka anddyrið við leikhúsið, bæta búningaaðstöðu fyrir leikara, bæta við snyrtingu, bæta aðgengi að leikhúsinu fyrir hreyfihamlaða og efla brunavarnir. Um er að ræða 34,5 m2 viðbyggingu við núverandi leikhús, opnun milli viðbyggingar og leikhússins, endurnýjun á útitröppum, gerð skábrautar og gerð flóttaleiðar úr kjallara eldra húss við Sigtún 1 á Selfossi. Viðbyggingin er timburhús á steyptum grunni á einni hæð.Samkvæmt lóðarblaði frá 2007 er ekki afmarkaður byggingarreitur á lóð.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráform og byggingarleyfi vegna fyrirhugðrar framkvæmdar, enda fylgir viðbygging núverandi byggingarlínu núverandi anddyris á vesturhlið húss. Skipulagsnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Sigtúns 3. Einnig verði óskað eftir umsögn mannvirkja- og umhverfissviðs vegna nálægðar við götu.

800 Selfoss
Landnúmer: 162612 → skrá.is
Hnitnúmer: 10061100