Fyrirspurn
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi byggingarfulltrúa dags.16.2.2022: Þórey Edda Elísdóttir hönnuður hjá Verkís, leggur fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi vegna viðbyggingar á mannvirkinu Sigtún 1. Núverandi bygging að Sigtúni 1 á Selfossi er nýtt sem leikhús. Nú stendur til að endurnýja og stækka anddyrið við leikhúsið, bæta búningaaðstöðu fyrir leikara, bæta við snyrtingu, bæta aðgengi að leikhúsinu fyrir hreyfihamlaða og efla brunavarnir. Um er að ræða 34,5 m2 viðbyggingu við núverandi leikhús, opnun milli viðbyggingar og leikhússins, endurnýjun á útitröppum, gerð skábrautar og gerð flóttaleiðar úr kjallara eldra húss við Sigtún 1 á Selfossi. Viðbyggingin er timburhús á steyptum grunni á einni hæð.Samkvæmt lóðarblaði frá 2007 er ekki afmarkaður byggingarreitur á lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 23.2.2022, að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum Sigtúns 3. Gefinn var frestur til 23.3.2022, til að gera athugsemdir. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.