Deiliskipulagstillaga - Eystra Stokkseyrarsel
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 88
23. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Oddur Hermannson Landform, f.h. landeiganda (Rekstur og fjármál ehf) leggur fram tillögu í fyrirspurnarformi, að deiliskipulagi búgarðabyggðar, þ.e. blönduð byggð landbúnaðar/íbúðar lóða, í landi Eystra Stokkseyrarsels. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 39 lóðum frá 0,8-1,7 ha búgarðalóðum innan svæðis 1. Allt að 88 lóðum undir íbúðarhús , 0,5 ha að stærð. Þá er hugmynd um sumarhúsalóðir á svæðinu. Loks er gert ráð fyrir um 7,6 ha lóð undir hótel- og gistiþjónustu. Óskað er eftir að meðfylgjandi tillaga verði tekin til sérstakrar skoðunar vegna endurskoðunar aðalskipulags Árborgar 2020-2040, sem nú er í skipulagsferli.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi sé ekki í samræmi við þær áherslur sem settar eru fram við endurskoðun aðalskipulags Árborgar, þar sem lögð er áhersla á að landbúnaðarsvæði sé ekki breytt í íbúðarbyggð. Nefndin vísar einnig erindinu til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Árborgar.