Deiliskipulagsbreyting
Larsenstræti 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 88
23. febrúar, 2022
Annað
Fyrirspurn
Larsen hönnun og ráðgjöf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að lóðarmörk eru færð örlítið til og verða til samræmis við útgefið lóðablað. Við breytinguna falla úr bílastæði við lóðir 2,4 og 6. Byggingarreitur er minnkaður um nærri helming. Með breytingu verður aðkoma að byggingreit betri, aðföng að Larsendstræti 2 og 4 verða auðveldari, bygging væntanlegs húss á lóð verður einfaldari auk þess sem götuásýnd frá Larsenstræti verður betri.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Larsenstræti 4 og 6, Langholti 1.

800 Selfoss
Landnúmer: 210920 → skrá.is
Hnitnúmer: 10108953