Minnisblað um húsnæðismál Sunnulækjarskóla og Hóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 145
12. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 32. frístunda- og menningarnefndar, frá 28. mars, liður 6. Minnisblað um húsnæðismál Sunnulækjarskóla og Hóla
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, frístunda- og forvarnafulltrúi kynnti minnisblað um húsnæðismál frístundaheimilisins Hóla í Sunnulækjarskóla. Fram kom hjá Gunnari að starfsemi frístundaheimilisins Hóla komist orðið erfiðlega fyrir í Sunnulækjarskóla vegna aukins nemendafjölda og því þurfi að skoða lausnir til næstu ára fyrir frístundaheimilið.
Nefndin tekur undir að leysa þurfi úr húsnæðisvanda frístundaheimilisins Hóla og lagði til að málið fá frekari umræðu í bæjarráði með kynningu frístunda- og forvarnafulltrúa.
Svar

Bæjarráð óskar eftir að aðilar skoði með ítarlegri hætti möguleika til að tvínýta betur húsnæðið í Sunnulækjarskóla og skili minnisblaði um þær leiðir. Þetta er mikilvægt ef draga mætti úr fjárfestingu, enda liggur fyrir að ný Frístundamiðstöð muni gjörbreyta aðstæðum í sveitarfélaginu innan fárra ára.