Fyrirspurn
Tillaga frá 32. frístunda- og menningarnefndar, frá 28. mars, liður 6. Minnisblað um húsnæðismál Sunnulækjarskóla og Hóla
Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, frístunda- og forvarnafulltrúi kynnti minnisblað um húsnæðismál frístundaheimilisins Hóla í Sunnulækjarskóla.
Fram kom hjá Gunnari að starfsemi frístundaheimilisins Hóla komist orðið erfiðlega fyrir í Sunnulækjarskóla vegna aukins nemendafjölda og því þurfi að skoða lausnir til næstu ára fyrir frístundaheimilið.
Nefndin tekur undir að leysa þurfi úr húsnæðisvanda frístundaheimilisins Hóla og lagði til að málið fá frekari umræðu í bæjarráði með kynningu frístunda- og forvarnafulltrúa.