Fyrirspurn
Tillaga af 89. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. mars sl., liður 7. - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði 10-16
Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi í Víkurheiði. Svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði og blönduð landnotkun. Tillaga að óverulegri breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslag nr. 123/2010, tekur til lóðanna nr. 10,12,14 og 16 og fellst í að nýtingarhlutfall lóða breytist og fer úr 0,25 i 0,30, auk þess sem byggingarreitir lengjast lítillega.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan yrði samþykkt í samræmi við ofangreint.