Fyrirspurn
Þórður Smári Sverrisson f.h. Sláturfélags Suðurlands svf, leggur fram fyrirspurn vegna lóðar í eigu félagsins í Fossnesi landnúmer 178303 (skv, meðfylgjandi loftmynd):
Sláturfélag Suðurlands svf, rekur sláturhús í Fossnesi á Selfossi. Þrjá mánuði á ári fjölgar verulega starfsfólki vegna sauðfjárslátrunar í starfsstöðinni sem þarf að sjá fyrir húsnæði. Á fyrrgreindri lóð var húsnæði sem þjónaði því hlutverki að hýsa þetta fólk en þegar komið var að viðhaldi á húsinu reyndist það illa farið og mikið asbest í því og því var það rifið eftir kúnstarinnar reglum. Áhugi er fyrir því að gera slíka aðstöðu að nýju í áföngum.
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir því að setja upp vinnubúðir (óákveðin gerð) á “léttar? undirstöður, á allt að tveimur hæðum með grunnflöt um 140 fermetrar í fyrsta áfanga fyrir haustið 2022.