Fyrirspurn
Anne B. Hansen Eflu,f.h. Mjólkurbús Flóamanna ehf og Mjólkursamsölunnar ehf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 á Selfossi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í gildi er deiliskipulag, samþykkt í bæjarstjórn Árborgar og staðfest í B-deild stjórnartíðinda 12 jan. 2005. Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði og áfram er gert ráð fyrir sambærilegri starfsemi sem áfram kann að valda hljóð-, lyktar og ásýndaráhrifum.
Umfang og forsendur breytingar:
Unnin hefur verið breyting aðal- og deiliskipulags á Árbakka. Breyting aðalskipulags á hluta svæðis milli Ölfusár og Austurvegar var auglýst í B-deild 28.07.2021. Gildandi deiliskipulag á Árbakka var staðfest 13.06.2007 og gerð er breyting með það að markmiði að fjölga íbúðum. Lögð er fram minniháttar breyting deiliskipulags fyrir Austurveg 65, með það að markmiði að samræma skipulagsmörk við mörk deiliskipulag íbúðabyggðar við Árbakka. Breytingin felst í færslu skipulagsmarka að norðanverðu til suðurs. Samhliða minnka byggingarreitir II og IV lítillega. Einnig er gert ráð fyrir mögulegri færslu lagnaleiða. Þá tekur breytingin til gr. 1.1 og 3.8 í greinargerð, þar sem gerð er ítarlegri grein fyrir stærðum, staðháttum auk kvaða. Að öðru leiti en að ofan greinir, gilda skipulagsskilmálar eldra skipulags samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 12. janúar 2005.