Skipulags- og byggingarnefnd stendur við fyrri ákvarðanir og að girðing skuli vera lokuð á suður og austur hlið lóðar. Sunnan við lóðina liggur fjölfarinn reiðvegur og ef ekki er um að ræða lokaða girðingu eykst hætta á slysum til muna. Einnig bendir nefndin á að með lokaðri girðingu er komið í veg fyrir að rusl fjúki af lóðinni yfir á önnur svæði.