Framkvæmdaleyfisumsókn - Stofnlögn frá Þorleifskoti 3. áfangi.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 91
23. mars, 2022
Annað
Svar

Jón Sæmundsson f.h Selfossveitna bs. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hluta DN350 heitaveitustofnlagnar sem liggur frá Þorleifskoti/Laugardælum í Flóahreppi að Austurvegi 67 á Selfossi. Nú í sumar er gert ráð fyrir að endurnýja alls 160 m. Þvermál stofnlagnarinnar verður það sama og núv. lögn en lítilsháttar hliðrun verður á lagnastæði stofnlagnarinnar þar sem núverandi stofnlögn liggur að hluta til innan lóðar Austurvegar 69 en ný lögn verður alfarið utan lóðarmarka. Fyrirliggjandi er leyfi Vegagerðarinnar um lagningu stofnlagnarinnar í vegstæði Laugardælavegar. Frágangur yfirborðs verður með svipuðu sniði og nú er.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn verði samþykkt.