Skipulags- og byggingarnefnd telur að sú tillaga um uppbyggingu sem liggi fyrir fundinum, samræmist ekki gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, og sé ekki í samræmi við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, sem nú er í auglýsingu. Skipulags- og byggingarnefnd telur eðlilegt að tillagan verði send samráðshópi um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2020-2036, til sérstakrar skoðunar. Einnig leggur skipulags- og byggingarnefnd til að óskað verði umsagna mannvirkja- og umhverfissviðs og Selfossveitna.