Ályktun vegna Larsenstrætis - Hestamannafélagið Sleipnir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 92
6. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Þórarinsson, Leifur Stefánsson og Valdimar Kjartansson f.h. skipulagsnefndar hestamannafélagsins Sleipnis, leggja fram til formanns skipulags- og byggingarnefndar og einnig til nefndarinnar „ályktun" þar sem fram kemur að skipulagsnefnd Sleipnis harmi að athugasemdir þeirra dags. 1.11.2021, við tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Larsenstræti 4,6,8,10,12 og 14, hafi ekki verið teknar til greina.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur að sú lausn sem hafi verið valin við tengingu af Gaulverjabæjarvegi vegna aðfanga fyrir lóðina Larsenstræti 6, hafi ekki þau áhrif að það skerði umferðar eða öryggismál hestamanna. Enda verði ekki um almenna umferð að ræða við umrædda vegtengingu einungis aflestun vegna aðfanga.