Austurhólar 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 93
20. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13.4.2022. Kristinn Ragnarsson hönnunarstjóri fyrir hönd Fagradals ehf. sækir um leyfi til að byggja 34 íbúða á fjölbýlishús á fimm hæðum. Helstu stærðir eru; 3.100,7m2 og 9.110,6m3. Byggingin er innan byggingarreits, en sorpgeymsla er áætluð utan byggingarreits.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óveruleg frávik frá deiliskipulagi sé að ræða og gerir því ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráform. Hins vegar beinir nefndin því til umsóknaraðila að skoða mögulega lausn varðandi djúpgáma og hvort það geti verið hagkvæmari og betri kostur.