Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls
Í beiðninni er farið fram á 12% stofnframlag sveitarfélags vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nauthaga 2 í formi lækkunar eða niðurfellingar á gjöldum ásamt beinu fjárframlagi.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðakjarna við Nauthaga 2.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.