Beiðni um veitingu stofnframlags
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 145. fundi bæjarráðs frá 12. apríl, liður 9. Beiðni um veitingu stofnframlags
Beiðni frá Bergrisanum bs., dags. 1. apríl, um samþykki sveitarfélagsins fyrir veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðarkjarna við Nauthaga 2 á Selfossi.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðakjarna við Nauthaga 2.
Vakin er athygli á að í bókun bæjarráðs var ranglega vísað til dagsetningarinnar 1. apríl en beiðnin frá Bergrisanum bs. var raunverulega dagsett 8. apríl.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Helgi S. Haraldsson, B-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls

Í beiðninni er farið fram á 12% stofnframlag sveitarfélags vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Nauthaga 2 í formi lækkunar eða niðurfellingar á gjöldum ásamt beinu fjárframlagi.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja veitingu stofnframlags vegna byggingar íbúðakjarna við Nauthaga 2.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.