Umsókn um vilyrði fyrir lóð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 147
28. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 93. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl, liður 8. Umsókn um vilyrði fyrir lóð Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá fundi bæjarráðs Árborgar, dags. 12.4.2022. Varðar: Beiðni frá Svarinu ehf, dags. 31. mars, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð sunnan við nýja hringtorgið við gatnamót Hringvegar og Biskupstungnabraut.
Bókun bæjarráðs: Með tilkomu nýrrar Selfossbrúar yfir Ölfusá verða til ein verðmætustu gatnamót landsins beggja vegna brúar. Við val á lóðarhöfum er því afar mikilvægt að horft sé til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem úthlutað verður lóðum við þessi gatnamót. Bæjarráð beinir þeim tilmælum til forsvarsmanna Svarsins og annarra fyrirtækja sem hafa hugsað sér að koma upp starfsemi við þessi gatnamót að lýsa því í greinargerð með umsóknum sínum hvernig fyrirtækin hafi hugsað sér að styðja við og styrkja samfélagið í skiptum fyrir slík gæði sem að felast í nýju gatnamótunum. Bæjarráð felur skipulagsdeild að vinna málið frekar áður en endanleg afstaða er tekin. Liggja þarf fyrir hvenær gatnagerð gæti verið tilbúin áður en vilyrði verður veitt. Einnig þarf hugsanlegt vilyrði að samræmast aðalskipulagi. Bæjarráð lagði sérstaka áherslu á að gætt yrði að þeim vatnsverndarákvæðum sem gilda í nágrenninu.
Skipulags- og byggingarnefnd taldi ekki tímabært að veita vilyrði fyrir lóðum á umræddu svæði þar sem að vinna við skipulagsgerð hafði ekki verið lokið.
Svar

Bæjarráð vísar vilyrðisbeiðninni til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.