Framkvæmdaleyfi - Malbikun stíga 2022
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 93
20. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- tæknideildar Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við sendan tölvupóst dags. 6.4.2022, ásamt fylgigögnum. Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti og einnig uppsetningu ljósastaura, lampa, snjallbúnaðar fyrir lýsingu áamt plægingu götuljósastrengs þar sem það á við á stígum í Árborg. Verkið skiptist í eftirfarandi hluta. Eyrabakkastígur: E1: Eyrarbakkastígur (st. 3850 -4950 ) Stekkjakelda- Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbika þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m. E2: Eyrarbakkastígur (st. 5200 - 6030 ) Innkeyrsla í Tjarnarbyggð ? Að Hreppamarkaskurði, leggja skal út styrktarlag í skurð. E3: Eyrarbakkastígur (st. 3850 - 4950) Stekkjakelda - Innkeyrsla í Tjarnarbyggð, plægja skal niður ljósastreng og setja upp ljósastaura. Selfoss: S1: Selfoss-stígur með Ölfusá: Þóristún - Hagalækur. Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m. S2: Tengistígar við Selfoss-stíg. Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m. S3: Austurhólar Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,5m. S4: Þóristún, gönguþverun. Undirbyggja og malbika skal gangstétt, ásamt gerð niðurteka og girðingar. S5: Skástígur, Langholt - Íþróttasvæði Leggja skal út burðarlag (mulningur) og malbikun þennan kafla með malbiksbreidd 2,0m. Helstu magntölur eru: Gröftur, 650m3 Jöfnun og þjöppun á fyllingu, 9.200 m2 Styrktarlag, 6.300 m3 Burðarlag, efni, 1.000 m3 Burðarlag, útjöfnun og þjöppun ,10.000 m3 Malbik Y8, 8.100 m2 Uppsetning ljósastaura og lampa, 24 stk Plæging á ljósastaurastreng, 1.500 m
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að framkvæmdaleyfisumsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.