Faghópur um leikskóla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 2
22. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 148. fundi bæjarráðs frá 5. maí sl. liður 3. Faghópur um leikskóla. Minnisblað frá faghóp um málefni leikskóla í Árborg, dags. 26. apríl, um næstu skef í fjölgun leikskóladeilda í Árborg. Bæjarráð samþykkti tillögu faghóps og lagði til við bæjarstjórn að hluti húsnæðisins við Stekkjaskóla yrði aðlagað þannig að það nýttist sem 2-3 leikskóladeildir snemma árs 2023. Samhliða yrði farið í að undirbúa hönnun og byggingu allt að 6 leikskóladeilda á auðri lóð við Jötunheima. Þannig yrði leikskólinn Jötunheimar allt að 12 deildir fullbyggður.
Svar

Ellý Tómasdóttir, B-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista taka til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð þakka faghópi um leikskólamál fyrir góða vinnu og tillögur um næstu skref í uppbyggingu og fjölgun leikskólarýma í Svf. Árborg. Þrátt fyrir að á síðasta kjörtímabili hafi leikskólarýmum fjölgað um 180, fleiri en á nokkru sinni fyrr, þá er nauðsynlegt að vinna áfram að frekari uppbyggingu og úrbótum á aðstöðu í leikskólanna í sveitarfélaginu. Undirrituð leggja til að starfshópnum verði falið að vinna áfram og þá sérstaklega með það fyrir augum að koma með tillögur að úrbótum varðandi færanlegt kennsluhúsnæði við leikskólana Árbæ og Álfheima sem komið er til ára sinna.

Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.