Ársreikningur 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 47
27. apríl, 2022
Annað
Fyrirspurn
Fyrri umræða.
Svar

Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri fylgir ársreikningi úr hlaði.
Helgi S. Haraldsson, B-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls

Samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum að vísa umræðu um ársreikning 2021 til síðari umræðu í bæjarstjórn 11. maí nk.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta bæjarfulltrúa:

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 1790 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 1184 m.kr.

Heildartekjur A og B hluta eru 12.640 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta 12.582 m.kr.

Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er neikvæð um 2.145 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 1.446 m.kr.

Helstu ástæður þessa munar er að hækkun vísitölu var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en slíkar hækkanir á vísitölu hafa gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu allra sem skulda. Þrátt fyrir áhrif hækkunar vísitölu þá hefur þó enn meiri áhrif á rekstrarniðurstöðuna sú ákvörðun tryggingastærðfræðinga og fjármálaráðuneytis að nú skuli með einskiptisfærslu færð til bókar breyting á lífeyrisskuldbindingu. Áhrif þeirrar aðgerðar hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga almennt og hér nemur sú breyting 583 m.kr. Það jákvæða er þó að hér er um einskiptis aðgerð að ræða sem ekki mun falla til á næstu árum.

Einnig má nefna að tekjur sveitarfélagsins úr jöfnunarsjóð sem hlutfall af heildartekjum hefur lækkað töluvert á milli ára á undanförnum árum. Ríkissjóður er ábyrgur fyrir því. Ýmsar lagasetningar Alþingis s.s. málefni fatlaðra og farsældarlögin valda nú sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti.

Ljóst er að kjarasamningar og ýmsar breytingar sem í þeim eru hafa haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélaga sem erfitt var að sjá fyrir í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar.

Fjárfestingar á árinu 2021 voru miklar. Stekkjaskóli fór í byggingu, lokið var við Selfosshöllina og leikskólann Goðheima auk þess sem að gatnagerð er í gangi í Björkustykki svo nefndar séu nokkrar af helstu fjárfestingum.

Í árslok er hlutfall skulda af tekjum að frádregnum lífeyrisskuldbindingum sem falla til eftir 15 ár eða síðar, eða hið svokallaða skuldaviðmiðið 138,4%. Samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga má það ekki fara yfir 150%.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Klara Öfjörð, S-lista
Helgi S. Haraldsson, B-lista og
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista