Fyrirspurn
Atli Marel Vokes sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar. Vegagerðin hefur óskað eftir því við mannvirkja- og umhverfissvið, eftir ábendingar frá íbúum á svæðinu,um hugsanlega færslu á gatnamótum inn á hesthúsasvæði til móts við Árstétt. Tillagan sem fylgir með fyrirspurn gerir ráð fyrir að aðkoma verði austar og leggist því af núverandi tenging á krossvegamótum., og er óskað eftir að breyting verði tekin með í vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Hverfisráð Eyrarbakka fundaði 11.apríl s.l. og lagði fram rök í 8. liðum sem styrkja þá afstöðu að afnema ætti ofangreinda vegtengingu.