Fyrirspurn
Mál áður á fundi skipulags- og byggingarnefndar dags.29.6.2022:
„Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 11.5.2022: Ásdís Ingþórsdóttir fyrir hönd Bláhiminn ehf., sækir um leyfi til að stækka húsið um u.þ.b. 36 m2, og endurnýja glugga og klæðningar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 30.5.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráform, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir eigendum Fagurhóls - Hásteinsvegar 42, Hásteinsvegar 44 og Hvanneyrar. Nefndin minnir á að fylgja skuli leiðbeiningum minjastofnunar um friðuð hús, eins og bent er á í umsöng stofnunarinnar.“
Tillaga hefur verið grenndarkynnt með athugasemdafresti til og með 26.7.2022.
Eftirfarandi athugasemd barst frá eigendum Hvanneyrar:
Eigendur Hvanneyrar, Valborg Valgeirsdóttir og Silja Sjöfn Eiríksdóttir vilja árétta að lóðamörk milli Sjónarhólsbæjanna (Urðaróss og Sjónarhóls) haldi sér með girðingu eins og hún er á lóðarmörkum í dag. Uppkeyrsla að Urðarósi liggi þannig alfarið innan girðingar Sjónarhóls og skerði í engu lóð Hvanneyrar eða fari inn á hana eins og hún er í dag.