Árangursstjórnun í fjármálum með KPMG
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 48
11. maí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið mikið á undanförnum árum og stefnir í áframhaldandi vöxt vegna eftirspurnar frá nýjum íbúum og m.a. áforma landeigenda um uppbyggingu. Metnaður sveitarfélagsins er að vera áfram áhugaverður búsetukostur. Miklum vexti fylgja ýmsar áskoranir fyrir sveitarfélagið í fjármálum. Víðtæk uppbyggingu á nauðsynlegum fjárfrekum innviðum og margvísleg þjónusta og misræmi í tíma varðandi fjárfestingar, tekjur, útgjöld auk skuldsetningar og vaxandi umsvif er allt hluti af þeim áskorunum sem takast þarf á við stjórn fjármála hjá sveitarfélaginu.
Núverandi efnahagsástand með mikilli og vaxandi verðbólgu gerir enn flóknari þá áskorun að stýra fjármálum sveitarfélags á borð við Árborg með sem farsælustum hætti.
Sveitarfélagið Árborg vill vera með trausta fjárhagsstöðu þrátt fyrir ofangreindar áskoranir og því leggur forseti til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við KPMG á þeim grunni sem lýst er í framlögðum gögnum. Bæjarstjóra verði falið að undirrita framlagðan samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
Svar

Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.

Gunnar Egilsson, D-lista leggur til að tillögunni verði frestað.

Tillaga um frestun borin undir atkvæði, 4 bæjarfulltrúar D-lista greiða atkvæði með frestunartillögu en 5 bæjarfulltrúar S-, B-, Á- og M-lista greiða atkvæði á móti og er tillagan því felld.

Upphafleg tillaga er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum fulltrúa S-, B-, Á-, og M-lista. 3 fulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni. Kjartan Björnsson, D-lista, situr hjá.