Bæjarráð Árborgar telur óeðlilegt að nýjum sveitarstjórnum sé ekki gefið meira svigrúm til að gefa umsögn um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Skipti í sveitarstjórnum fara fram 29. maí næstkomandi og þær hafa tæplega ráðrúm til að funda áður en umsagnarfresturinn rennur út þann 1. júní.