Erindi frá Sigtúni þróunarfélagi ehf, dags. 24. maí, þar sem óskað var eftir að fá tvö stæði við Ráðhús Árborgar skilgreind sem stæði fyrir fatlaða, meðan að Brúarstræti er göngugata í sumar. Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.
Svar
Bæjarráð leggur til að gönguleið frá bílastæði verði merkt og aðgreind frá bílastæðum og bent er á að heimilt er að nota merkt stæði fyrir fatlað fólk við Ráðhúsið á meðan að Brúarstræti er nýtt sem göngugata tímabundið.