Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 2
22. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 1. fundi bæjarráðs, frá 14. júní sl. liður 1 . Ráðningarsamningur bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026.
Ráðningarsamningur Sveitarfélagsins Árborgar við Fjólu St. Kristinsdóttur um starf bæjarstjóra til 31. maí 2024 lagður fram til samþykktar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti ráðningasamning við bæjarstjóra með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúi S-lista sat hjá.
Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar falið að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarstjórn.
Svar

Fjóla St. Kristinsdóttir,D-lista víkur af fundi og Ari B. Thorarensen, D-lista tekur sæti.

Sigurjón V. Guðmundsson, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls.

Ráðningarsamningur við Fjólu St. Kristinsdóttur er lagður fram til samþykktar og samþykktur með 6 atkvæðum, 2 fulltrúar S-lista, 2 fulltrúar B-lista og einn fulltrúi Á-lista sitja hjá.

Ari B. Thorarensen, D-lista víkur af fundi og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista tekur sæti.