Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1
8. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga er um að Fjóla St. Kristinsdóttir, til heimilis að Starmóa 11, 800 Selfossi, verði ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar til 31. maí 2024.
Svar

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls og leggur til að tillögunni verði frestað. Björgvin G. Sigurðsson, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista taka til máls.

Tillaga um frestun borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista, 5 fulltrúar S, B, og Á-lista samþykkja frestunartillögu.

Upphafleg tillaga borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista, 5 fulltrúar S, B og Á-lista sitja hjá.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista óskar eftir fundarhléi kl. 18.19 og samþykkir forseti að gera hlé á fundinum. Fundi fram haldið kl. 18.30.

Fjóla Kristinsdóttir kemur inn á fundinn og Bragi Bjarnason víkur af fundi.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista les eftirfarandi bókun fulltrúa S-,B- og Á-lista: Undirritaðir bæjarfulltrúar geta ekki tekið afstöðu til ráðningar bæjarstjóra þegar ekki liggur fyrir samningur um starfskjör, kostnaður við embættið og biðlaun við áformuð embættismannaskipti 2024. Það er sérlega mikilvægt að fullskipuð bæjarstjórn fjalli um málið fyrir opnum tjöldum sérstaklega með tilliti til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið og að þá þurfa öll gögn liggja fyrir við þá umræðu.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Björgvin G. Sigurðsson, varabæjarfulltrúi, S-lista
Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi, B-lista
Ellý Tómasdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Álfheiður Eymarsdottir, bæjarfulltrúi, Á-lista.


Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista gera grein fyrir atkvæðum sínum.