Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista gerir grein fyrir tillögunni.
Bragi Bjarnason, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og felld með 6 atkvæðum fulltrúa D-lista, 4 fulltrúar B- og S- greiddu atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúi Á-lista situr hjá.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Bragi Bjarnason, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa D-lista:
Vegna tillögu frá bæjarfulltrúum S-listans varðandi uppgjör framboða til sveitarstjórnarkosninga 2022. Framboð D-listans mun sbr. IV kafla, laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka, með síðari breytingum, skila fjárhagslegu uppgjöri vegna kosningabaráttu til Ríkisendurskoðunar.
Bæjarfulltrúar D-listans
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu.