Málun á gangbrautarmynstri yfir Brúarstæti
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 2
29. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Erindi vísað frá bæjarráði Árborgar dags. 14.6.2022: Vignir Guðjónsson f.h. Sigtúns Þróunarfélags. Ehf, óskar eftir leyfi til þess að mála gangbrautarmynstur á hellulagða gönguleið yfir Brúarstræti, frá tröppum/rampi við ráðhúslóð og að Brúartorgi, í samræmi við meðfylgjandi gögn. Hugmyndin er að gangbrautin verði óhefðbundin, þ.e. mynstrið verði í þrívídd. Þetta er til þess fallið að lífga upp á stemmingu og gera hluti skemmtilegri og áhugaverðari, og gleðja augu þeirra sem þarna ganga um. Á Ísafirði hefur sambærileg gangbraut verið gerð, eins og reyndar í borgum og bæjum víða um heim. Sigtún Þróunarfélag ehf, mun kosta framkvæmdina að öllu leyti, og verður „gangbrautin“ máluð af Juan, spænskum listamanni sem hefur áður skreytt hluti í miðbænum eins og brunahana, brunnlok og rafmagnskassa. Óskað er eftir leyfi Árborgar til verksins og frekara samstarfs um endanlega útfærslu.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að fyrirspurn verði send til umsagnar hjá Öryrkjabandalagi Íslands, Lögreglunni á Suðurlandi og Brunavörnum Árnessýslu.