Fyrirspurn
Tillaga frá 1. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júní sl., liður 13. Ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi - Frá Óseyrarbrú (sveitrafélagamörk vestri) - Að Árlundi (sveitarfélagamörkum í austri)
Elísabet Guðbjörnsdóttir verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Ljósleiðaranum ehf, lagði fram ósk í tölvupósti dags. 8.6.2022, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðar lagnaleiðar Ljósleiðarans meðfram Eyrarbakkavegi, áfram eftir Gaulverjabæjarvegi og sveitarfélagamörkum við Árlund. Framkvæmdin er liður í því að tengja saman sæstrengi
Farice en er einnig forsenda þess að hægt sé að klára uppbyggingu ljósleiðara í Árborg. Plægt verður niður þríburarör og er stofn fyrir Mílu lagður í leiðinni inn að Stokkseyri og Eyrarbakka. Búið er að sækja um leyfi frá Vegagerðinni og er verið að semja við alla viðeigandi
landeigendur. Verktími er áætlaður á tímabilinu júní til ágústloka 2022.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn/bæjarráð Árborgar að umsókn yrði samþykkt og að skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.