Skipulagsbreytingar á UT deild
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 1
14. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarstjóra í samráði við sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um að farið verði í útboð á rekstri tölvukerfa og þjónustu við tölvukerfi. Þetta verði gert til að auka öryggi kerfisreksturs, í hagræðingarskyni og til að ná fram markmiðum upplýsingatæknistefnu sveitarfélagsins. Í ljósi þessa er lagt til að skipulagsbreyting verði gerð á UT og sem tekur gildi strax. Í skipulagsbreytingunni felst að Upplýsingatæknideild sveitarfélagsins verði lögð niður og hjá sveitarfélaginu verði eingöngu starfandi deild stafrænnar þjónustu. Þá verði bæjarstjóra falið að semja við verktaka um reksturinn á tölvukerfum og þjónustu þar til búið verður að semja við þjónustuaðila á grundvelli útboðs. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að fá Ríkiskaup til að þjónusta sveitarfélagið við framkvæmd útboðs í þessu skyni.
Svar

Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á rekstri tölvukerfa og þjónustu við tölvukerfið.
Bæjarráð samþykkir skipulagsbreytingu á Upplýsingatæknideild sveitarfélagsins og að bæjarstjóra verði falið að semja við verktaka um reksturinn á tölvukerfum og þjónustu þar til búið verði að semja við þjónustuaðila á grundvelli útboðs. Einnig samþykkir bæjarráð að bæjararstjóra sé falið að fá Ríkiskaup til að þjónusta sveitarfélagið við framkvæmd útboðs.