Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 6
11. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista, lagt var til að sett yrði strax á laggirnar byggingarnefnd vegna uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka. Nefndina skipi m.a. fulltrúar bæjaryfirvalda í Svf. Árborg, sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði Árborgar, fulltrúar skólayfirvalda í BES, fulltrúar starfsfólks skólans ásamt fulltrúum foreldra nemenda við skólann.
Bæjarráð samþykkti á 3. fundi að skipa starfshópinn og fól bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra fjölskyldusviðs að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.
Svar

Lögð fram tillaga sviðstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra að erindisbréfi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að erindisbréfi að því viðbættu að starfshópurinn ráði verkefnastjóra.