Framkvæmdaleyfisumsókn - Vegna jarðvinnu og lagna Borhola VSS-34
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 3
27. júlí, 2022
Annað
Fyrirspurn
Eggert Sveinsson f.h. Vatnsveitu Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna nýrra stofnlagna vatnsveitu, og nýrra fjarskiptalagna og rafstrengja, vegna virkjunar á neysluvatnsborholu VSS-34 við Ingólfsfjall. Gert er ráð fyrir að leggja Ø180 mm stofnlögn frá fyrirhuguðu borholuhúsi að núv. Ø280 stofnlögn vatnsveitu, sem liggur meðfram Biskupstungnabraut (35). Tilgangur með lögninni er að koma vatni frá borholunni að vatnsgeymi Árborgar við Biskupstungnabraut. Tekið skal fram að lagnaleið gæti breyst á framkvæmdatíma, m.t.t. hvar er best að fara yfir mýrina og hæðarlegu landsins. Einnig er gert ráð fyrir að leggja rafstreng og fjarskiptalagnir frá nýju borholuhúsi að núverandi borholuhúsi við borholu VSS-27. Borholuhús VSS-27 er á lóðinni Hellir 2, landnr. 228562. Raf- og fjarskiptalagnir munu liggja meðfram aðkomuvegi, á milli borhola VSS-27 og VSS-34. Frá fyrirhuguðu borholuhúsi verða grafnir litlir fráveituskurðir, til að veita vatni frá fyrirhuguðu byggingasvæði. Síðar meir er reiknað með að setja regnvatnslagnir í skurðina, og fylla upp í þá aftur. Lagnir sem liggja utan lóða sem afmarkaðar eru fyrir borholuhúsin, liggja í landi Hellis, landnr.161793. Stefnt er að því að lagnir verði lagðar sumarið 2022, en mikilvægt er að lagnavinna verði langt komin áður en haustrigningar byrja.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.