Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 20.7.2022:
„Eiríkur Vignir Pálsson hönnunarstjóri f.h. Sævars Þórissonar sækir um leyfi til að byggja 26 íbúða fjölbýlishús. Byggingin er 4 hæðir. Helstu stærðir eru: 2.783,6,m² og 8.242,7m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með eftirfarandi fyrirvörum: - uppdrættir verði leiðréttir í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits - Hönnuður skili inn lóðaruppdrætti í samræmi við ákvæði deiliskipulags og uppdrátturinn verði samþykktur af skipulags- og byggingarnefnd. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.“
Leiðréttir aðaluppdrættir og lóðaruppdráttur barst 23.08.2022.