Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 4
17. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá 27.7.2022: María Dís Ásgeirsdóttir f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi til að rífa af og endurnýja malbik á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Vegkaflinn afmarkast frá húsi nr.42, að vestan og austur að húsi nr. 49 við Eyrargötu. Mannvirkja og Umhverfissvið mun fara yfir athugasemdir Skipulags- og byggingarnefndar frá fundi 27.7.2022, og skila inn uppfærðum gögnum, sem mæta athugasemdum.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rif og endurmalbikun götu, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.