Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 5
31. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 27.7.2022: María Dís Ásgeirsdóttir f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framvæmda við endurnýjun yfirborðs götu og lagningu gangstétta á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Vegkaflinn afmarkast frá húsi nr.42, að vestan og austur að húsi nr. 49 við Eyrargötu. Nú er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu gangstétta, og hafa borist ítarlegri gögn.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.