Ósk um lagfæringar á skráningu og afmörkun lóðar
Jóagerði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 8
27. september, 2022
Annað
Fyrirspurn
Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar dags. 27.7.2022: „Skúli Æ. Steinsson eigandi Jóagerðis L166146, óskar eftir að afmörkun Jóagerðis verði færð til fyrra horfs í samræmi við girðingar frá fyrri tíð. Jóagerði er skráð í Þjóðskrá 2,0 ha, en skv afsali frá 1986 er stærð tilgreind 1,86ha. Skúli telur að sveitarfélagið Árborg hafi árið 2003-2004 staðið fyrir mælingu á landinu og breytt skráningu í 1,24 ha. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa afla frekari gagna.“ Fyrir fundi hafa borist skýrari gögn sem varpa ljósi á fyrri landskiptagjörning.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna hjá Sveitarfélaginu Árborg, hvort komi til greina að landið Borg II L210184, verði sameinað landinu Jóagerði L166146. Við það myndi sameinuð spilda nálgast þá stærð sem tilgreind er í afsali frá 1998.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 166146 → skrá.is
Hnitnúmer: 10112998